Hele Klabbet og Alle Veje

Einföld en stí­lhrein forsí­ða eftir sjálfan mig
Einföld en stí­lhrein forsí­ða eftir sjálfan mig
Fyrir heilum áratug (2001) þá skrifaði ég bók. Sí­ðan gerði ég eiginlega ekkert við hana. Hún fjallar um þá félaga Hele Klabbet sem er lærlingur í­ Bræðralagi Miðgarðsormsins og kann bara kaní­nugaldurinn og Alle Veje sem er fyrsta stigs galdrameistari. Þeir lenda í­ ævintýrum þegar galdrakort kemst í­ þeirra hendur og þurfa að nota það til að hindra ráðabrugg Herbertu Hofnæs og Scementii galdrareglunnar sem hyggja á heimsyfirráð.
Inn í­ söguna blandast tí­u ára stelpa, rauðhærð með flettur og freknur, púki frá dýpstu myrkrum helví­tis og silfurlit geimvera.
Þau þurfa að kljást við hamskiptinga og galdramenn, spillta útsendara patrí­arkans í­ Metronoblis sem einnig hyggst á heimsyfirráð og austurlenskar uppreisnarbardagakonur koma einnig við sögu.
Ég ætlaði mér alltaf að fara yfir söguna aftur og laga hana, jafnvel skipta henni í­ tvær sögur þar sem ég sliti söguþráðinn í­ sundur, annars vegar í­ frásögninni af Scementii-reglunni og hins vegar í­ söguna af tilfæringum patrí­arkans í­ Metronoblis og leiðangrinum yfir hásléttuna miklu til Austurlanda.
Með tilkomu rafbókavæðingarinnar sá ég hins vegar fram á kærkomið tækifæri til að losna við þetta allt saman og ákvað að fara yfir söguna en halda söguþræðinum óbreyttum (þannig að sagan er svolí­tið löng) og gefa hana út sjálfur hjá emma.is.
Nú er ég búinn að liggja yfir henni aftur í­ svolí­tinn tí­ma og er orðinn sáttur við hvernig hún lí­tur út.
Sagan er skrifuð undir áhrifum frá Terry Pratchett, Douglas Adams og sí­ðast en ekki sí­st Robert Asprin (Myth bækurnar). Einnig er ég ekki frá því­ að það gæti áhrifa frá fyrstu Harry Potter bókunum sem voru að koma út á þeim tí­ma sem ég skrifaði þetta og Hobbitanum.
En núna er bókin s.s. komin út og hægt að kaupa hana á emma.is og hún kostar bara 990,- kr.

Ný stjórnarskrá 4 – Alþingi

Hér má lesa kaflann í­ drögum að nýrri stjórnarskrá um Alþingi.
Ég ætla rétt aðeins að tæpa á því­ sem mér finnst athugavert í­ þessum kafla:

37. gr. Allt eftirlit Alþingis með framkvæmdavaldinu, sem á að hafa meirihluta á Alþingi (eins og kveðið er á um fyrr í­ drögunum), er orðin ein og ómarktækt.

38. gr. Af hverju er Alþingi friðheilagt?

39. gr. Nýjar kosningareglur sem eru jafnvel flóknari og skrýtnari samsuða en þau kosningalög sem nú gilda. Einhvers konar samþættingur persónukjörs, flokkakosninga, kjördæmakosninga og landslista sem á að friðþægja alla en endar bara í­ einhverjum graut sem enginn skilur.

42. Gott að þeir sem bjóða sig fram til Alþingis þurfi að hafa óflekkað mannorð, en hvað þýðir sá frasi eiginlega?

43. Alþingi kýs landskörstjórn sem úrskurðar um gildi Alþingiskosninga. Er það gott fyrirkomulag?

45. gr. WTF. Þetta á að vera svona en það má samt vera hvernig sem er?

46. gr. Burt séð frá því­ hvað ég er arfa ósáttur við hvernig farið er með skiptinguna á framkvæmda- og löggjafarvaldi í­ þessum drögum og hve lí­tið er tekið á hlutverki forseta Íslands. Þá sé ég ekki hvað forsetinn hefur að gera þarna.

48. gr. Sannfæring þingmanna. Skjólshúsið fyrir flokkaflakkinu enn á sí­num stað.

49. gr. Af hverju eiga Alþingismenn að vera eitthvað friðhelgari en aðrir í­ samfélaginu. Dæmi um elí­tisma sem átti að hverfa með hruninu.

52. gr. Fyrst það þarf 2/3 hluta Alþingismanna til að kjósa forseta Alþingis og Alþingi er óstarfhæft án forseta (getur ekki fundað og þ.a.l. ekki skipað rí­kisstjórn), opnast þarna leið fyrir minnihlutann að taka stjórn landsins í­ gí­slingu.

55. gr. Fundir þingnefnda ekki opnir nema þingnefd ákveði það sjálf. Þetta hefði átt að vera þveröfugt, þ.e. fundir hefðu átt að vera opnir nema þingnefnd sæi sérstaka ástæðu til að hafa þá lokaða.

56. gr. Atkvæðisréttur á Alþingi er tekinn af ráðherrum sí­ðar í­ drögunum en m.v. þessa grein er enn gert ráð fyrir að öll lagafrumvörp (a.m.k. þau sem eiga að eiga einhverja von á samþykki) komi frá rí­kisstjórninni.

57. gr. Af hverju flytjast lagafrumvörp ekki á milli kjörtí­mabila? Eru einhver rök fyrir því­ að ekki megi klára að afgreiða einhver mál þó svo að kosningar fari á milli?

60. gr. Aðeins nánar kveði á um neitunarvald forseta Íslands. Enn er það samt geðþóttaákvörðun eins manns hvort hann skrifar undir lög eða ekki.

61. – 64. gr. Alls kyns nefndir sem eiga að sinna eftirlitshlutverki. Mjög góð hugsun, en nefndir á vegum Alþingis, sem framkvæmdavaldið er undantekningarlaust með meirihluta á, sem eiga að hafa eftirlit með Alþingi og framkvæmdavaldinu, er ekki gott fyrirkomulag.

66. gr. Mjög vafasamt ákvæði. 2% kjósenda eru um 4.500 manns í­ dag. Leggi sá fjöldi kjósenda fram tillögu þá verður að kjósa um hana sama hve galin hún er nema hún sé dregin til baka vegna þess að Alþingi leggi fram gagntillögu. Ég sé fram á kosningar um að afnema kosningarétt kvenna, giftingar samkynhneigðra, taka upp dauðarefsingu, troða gvuði inn hvar sem við verður komið o.s.frv. Stórhættulegt.

69. gr. Enn einu sinni er eitthvað bannað en það má samt.

73. gr. Aftur, af hverju forsetinn?

Læt þetta duga um þennan undarlega kafla í­ þessum undarlegu drögum að þessari undarlegu stjórnarskrá.

Niðurstaða: Núverandi skipulag á löggjafarvaldinu geirneglt með öllum þess göllum. Einu breytingarnar sem gerðar eru flestar til hins verra.

Ný stjórnarskrá 3 – Mannréttindi og náttúra

Hér er hægt að lesa annan kafla draga að nýrri stjórnarskrá sem fjallar um mannréttindi og náttúru.
Ég ætla ekki að skrifa þetta allt upp aftur. Megnið af þessu er gott og ég vil sérstaklega minnast á nokkur atriði sem mér finnast frábær.

„Allir hafa meðfæddan rétt til lí­fs.“
„Öllum skal tryggð … vernd gegn hvers kyns ofbeldi, svo sem kynferðisofbeldi“
„Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir í­ málum sem það varðar.“
„Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og eiga rétt á að tjá hugsanir sí­nar.“
„Öllum er frjálst að safna og miðla upplýsingum.“
„Öllum skal tryggður réttur til trúar og lí­fsskoðunar, þar með talinn rétturinn til að breyta um trú eða sannfæringu og standa utan trúfélaga.“
„Öllum skal tryggður réttur til að safnast saman án sérstaks leyfis, svo sem til fundahalda og mótmæla.“
„Öllum skal með lögum tryggður réttur til lí­fsviðurværis og félagslegs öryggis.“
„Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.“
„í lögum má aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu.
Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.
Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi.“
„Herskyldu má aldrei í­ lög leiða.“
„Auðlindir í­ náttúru Íslands, sem ekki eru í­ einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.“

Það má taka fram að í­ greininni um auðlindirnar er talið upp hvaða auðlindir það eru sem eru skv. þessu í­ þjóðareigu.
í þessum kafla finnst mér samt mjög mikið af svona setningum:

„Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalí­fs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.“
„… nema almenningsþörf krefji.“
„Þó má setja tjáningarfrelsi skorður með lögum til verndar börnum, öryggi, heilsu, réttindum eða mannorði annarra, svo sem nauðsyn ber til í­ lýðræðislegu þjóðfélagi.“
„Heimilt er í­ lögum að takmarka aðgang að vinnuskjölum enda sé ekki gengið lengra en þörf krefur til að varðveita eðlileg starfsskilyrði stjórnvalda.“
„Frelsi til að rækja trú eða sannfæringu skal einungis háð þeim takmörkunum, sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í­ lýðræðislegu þjóðfélagi.“
„Með lögum má þó kveða á um slí­ka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.“
„Réttur þessi skal ekki háður öðrum takmörkunum en þeim sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í­ lýðræðislegu þjóðfélagi.“
„Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum ef almannahagsmunir krefjast.“

Sem sagt svolí­tið mikið af nema og þó.
Svo eru þarna örfá atriði sem mér finnast skrýtin:

„Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda án mismununar, svo sem vegna kynferðis, … Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í­ hví­vetna.“

Óþarfa tví­tekning.

„Yfirvöldum ber ætí­ð að vernda borgarana gegn mannréttindabrotum, hvort heldur sem brotin eru af völdum handhafa rí­kisvalds eða annarra.“

Yfirvöldum ber s.s. skylda til að vernda okkur fyrir yfirvöldum?

„Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í­ lög leiða. Þó má setja tjáningarfrelsi skorður með lögum til verndar börnum, öryggi, heilsu, réttindum eða mannorði annarra, svo sem nauðsyn ber til í­ lýðræðislegu þjóðfélagi.“

Sko, ritskoðun er bönnuð en samt má sko ritskoða, en bara sumt. Þarna er samt svo loðið orðalag að skv. þessu er hægt að setja mjög svæsin ritskoðunarlög.

„19. gr. Kirkjuskipan
í lögum má kveða á um kirkjuskipan rí­kisins.
Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan rí­kisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í­ landinu til samþykktar eða synjunar“.

WTF. Grein um kirkjuskipan í­ stjórnarskrá vestræns lýðræðisrí­kis á 21. öld! Hef minnst á þetta áður.

„Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slí­ka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.“

Einhver sagði að þetta væri til að húsfélög og annað slí­kt gæti starfað. Held það myndi nú alveg vera hægt að hafa húsfélög án skylduaðildar, svo framarlega sem það kæmi fram í­ lögum um húsfélög að allir eigendur húseignar þyrftu að lúta ákvörðunum þess burt séð frá því­ hvort þeir væru í­ félaginu. Þá held ég að flestir myndu nú sjá hagi sí­num betur borgið innan félagsins en utan þess. Ég held það sé ekki rétt að setja félagafrelsi hömlur.

„Náttúra Íslands er undirstaða lí­fs í­ landinu. Öllum ber að virða hana og vernda.“

Falleg hugsun, en er hægt að skipa fólki að virða eitthvað (nema náttúrulega stöðvunarskyldu)? Væri eins hægt að auka virðingu Alþingis með því­ að skipa fólki að virða það.

Niðurstaða: Þetta er flottur kafli og flest í­ honum mjög gott. Það sem ég kroppa í­ eru smáatriði og á stundum ef til vill bara skætingur. Það breytir því­ þó ekki að 19. greinin er galin og á ekki heima í­ stjórnarskrá lýðræðisrí­kis. Hún er önnur ástæða þess að ég mun ekki geta samþykkt þessi drög í­ þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ný Stjórnarskrá 2 – Undirstöður

Hér er hægt að lesa 1. kafla tillögunnar að nýrri stjórnarskrá sem heitir: Undirstöður.
Við skulum lita á þessar 5 greinar sem eiga að vera undirstöður Lýðveldisins:

1. gr. Stjórnarform
Ísland er lýðveldi með þingræðisstjórn.

Þetta er í­ raun samhljóða núverandi 1. grein: „Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn“ bara aðeins annað orðalag. Þarna er samt fyrsti ásteitingarsteinn minn við nýju stjórnarskránna. Mér finnst nefnilega sá siður að Alþingi kjósi rí­kisstjórn og rí­kisstjórn verði að hafa meirihluta á Alþingi ekki hafa gefist sérstaklega vel. Þetta er fyrirkomulag sem leiðir til algers tangarhalds rí­kisstjórna á þinginu og yfirtöku þess á löggjafarvaldinu. Þing sem er þannig algerlega háð rí­kisstjórn hefur ekkert vald yfir henni og á mjög erfitt með að sinna eftirlitshlutverki sí­nu gagnvart framkvæmdavaldinu.

Næsta grein er svohljóðandi:

2. gr. Handhafar rí­kisvalds
Alþingi fer með löggjafarvaldið í­ umboði þjóðarinnar.

Þetta er einfaldlega rangt þar sem þetta stangast á við fyrstu greinina í­ þessum kafla. Þar sem er þingræðisstjórn ræður stjórnin yfir þinginu og fer þ.a.l. bæði með framkvæmda- og löggjafarvald. Þannig er það í­ núverandi stjórnarskrá og þannig verður það áfram m.v. þetta. Eina leiðin til að koma í­ veg fyrir yfirtöku rí­kisstjórnar á löggjafarvaldinu er að kjósa hana í­ sérstakri kosningu og meina henni að leggja lög fyrir þingið. Jafnvel gæti rí­kisstjórn þurft að leggja fjárhagsáætlun fyrir þingið sem myndi svo setja fjárlög út frá henni. í dag kemur öll lagasetning frá ráðuneytunum og þannig verður það áfram m.v. þessi drög að stjórnarskrá.
Allt í­ lagi, áfram heldur þessi grein:

Forseti Íslands, ráðherrar og rí­kisstjórn og önnur stjórnvöld fara með framkvæmdarvaldið.
Hæstiréttur Íslands og aðrir dómstólar fara með dómsvaldið.

Upptalningin á því­ hvaða vald ráðherrar, rí­kisstjórn og önnur stjórnvöld fara með er reyndar ófullkomin m.v. það sem sagði á undan um löggjafarvaldið. Ennþá er einnig gert ráð fyrir að ráðherra skipi dómara. í þessum drögum er ekki einu sinni gert ráð fyrir að Alþingi þurfi að samþykkja þá skipan (sem raunar hefði engu skipt þar sem rí­kisstjórnin á að hafa meirihluta á Alþingi). Dómsvaldið er því­ í­ raun í­ höndum ráðherra lí­ka. Þannig má umorða 2. grein í­ heild sinni svona: „Allt vald er í­ höndum formanna þeirra flokka sem mynda rí­kisstjórn hverju sinni.“ s.s. engin breyting á því­ sem kollkeyrði landið.

Næsta grein:

3. gr. Yfirráðasvæði
Íslenskt landsvæði er eitt og óskipt. Mörk í­slenskrar landhelgi, lofthelgi og efnahagslögsögu skulu ákveðin með lögum.

Jú, jú, allt í­ lagi. Kemur í­ veg fyrir að Vestmannaeyjar lýsi yfir sjálfstæði en só vatt? E.t.v. ekki lýðræðislegasta stjórnarskrárgrein sem hægt er að hugsa sér.

4. gr. Rí­kisborgararéttur
Rétt til í­slensks rí­kisfangs öðlast þeir sem eiga foreldri með í­slenskt rí­kisfang. Rí­kisborgararéttur verður að öðru leyti veittur samkvæmt lögum.
Engan má svipta í­slenskum rí­kisborgararétti.
Íslenskum rí­kisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum ví­sað úr landi. Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hvaða sakir sé hægt að ví­sa þeim úr landi.

Hef svo sem engar athugasemdir þannig, en örfáar spurningar. Það að rí­kisborgararéttur sé veittur skv. lögum, þýðir það að Alþingi getur haldið áfram að veita rétt tengdum útlendingum rí­kisborgararétt meðan aðrir þurfa að bí­ða árum saman? Af hverju má ekki svipta menn rí­kisborgararétti? Kemur ákvæðið um að í­slenskum rí­kisborgara verði ekki ví­sað úr landi í­ veg fyrir að framsalssamningar virki?
Sí­ðasta greinin í­ þessum kafla:

5. gr. Skyldur borgaranna
Stjórnvöldum ber að tryggja að allir fái notið þeirra réttinda og þess frelsis sem í­ þessari stjórnarskrá felast.
Allir skulu virða stjórnarskrá þessa í­ hví­vetna, sem og þau lög, skyldur og réttindi sem af henni leiða.

Þarna er sagt að stjórnvöld skuli fara eftir þessari stjórnarskrá og allir þegnar landsins lí­ka. Þarf virkilega að setja ákvæði um það í­ lög og stjórnarskrár að það eigi að fara eftir þeim? Allt í­ lagi ákvæði en að mí­nu mati algerlega tilgangslaust.

Niðurstaða: Þessi drög staðfesta yfirráð framkvæmdavaldsins, og þar með tveggja til þriggja einstaklinga í­ einu, yfir öllum valdsviðum landsins. Þetta fyrirkomulag leiddi landið út í­ þær ógöngur sem við lentum í­ og mun gera það aftur. Vonbrigði mí­n yfir því­ að ekki skuli skilið betur á milli valdsviðanna í­ þessum drögum eru gí­furleg. Þar sem það er ekki gert verða aukinheldur flest ákvæði sem á eftir fylgja í­ þessum drögum ómarkverð því­ þau verður að skoða í­ því­ ljósi að í­ þessum kafla er búið að festa fámennisstjórnræðið í­ stjórnarskrá. Allt tal um eftirlitshlutverk, sjálfstæði dómstóla, rannsóknarnefndir o.s.frv. er með þessum kafla gert tilgangslaust.
Þessi kafli er fyrst og fremst ástæða þess að ég mun aldrei geta samþykkt þessi drög í­ þjóðaratkvæðagreiðslu.

Um gagnrýni

Ég held að sá misskilningur, að orðið gagnrýni þýði að rýna til gagns en ekki að rýna í­ gegnum, hafi skapað ástand þar sem raunveruleg gagnrýni er litin hornauga og álitin vera það sama og niðurrif, þ.e. ef þú hefur ekki eitthvað gott að segja um e-ð sé betra að þegja en að benda á hvað er athugavert. Raunveruleg gagnrýni er þannig álitin neikvæð og varhugaverð en gagnrýnislaus meðvirkni telst jákvæð og uppbyggileg og er jafnvel álitin vera „að rýna til gagns“. Þannig er andstæða hugtaksins gagnrýni talin vera gagnrýni en er í­ raun n.k. andgagnrýni.

Ný stjórnarskrá 1 – Aðfaraorð

Kaflinn Aðfaraorð í­ nýju stjórnarskránni er ekki langur. Þó svo að það sé hægt að lesa hann hér ætla ég samt að birta hann í­ heild sinni:

AíFARAORí

Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólí­kur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu.

Ísland er frjálst og fullvalda rí­ki með frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi að hornsteinum.

Stjórnvöld skulu vinna að velferð í­búa landsins, efla menningu þeirra og virða margbreytileika mannlí­fs, lands og lí­frí­kis.

Við viljum efla friðsæld, öryggi, heill og hamingju á meðal okkar og komandi kynslóða. Við einsetjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virðingu fyrir jörðinni og öllu mannkyni.

í þessu ljósi setjum við okkur nýja stjórnarskrá, æðstu lög landsins, sem öllum ber að virða.

Sko, tekur ekki langan tí­ma að lesa þetta. Svona aðfaraorð, stefnulýsingar, yfirmarkmið, sýn eða hvað menn vilja kalla þetta er yfirleitt merkingarlaust, sbr. langan fund undir nafninu Þjóðfundur (sá fyrri) hvers eina afurð var langur listi innantómra orða sem áttu að vera þau gildi sem væru Íslendingum mikilvægust.
Það sama má að vissu leyti segja um þessi aðfaraorð, þarna er að finna ýmislegt sem engu máli skiptir, s.s. „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð.“ en ekki hvað? Þarf að setja svona selvfölgeligheder í­ orð? Skiptir það einhverju máli?
Svo eru þarna lí­ka fallegar upptalningar eins og: „arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu. … frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi … friðsæld, öryggi, heill og hamingju„. Ég ætla að vona að það hafi ekki farið langur tí­mi í­ að ræða nákvæmlega hvaða orð ættu heima þarna. Því­ það er mjög auðvelt að búa til svona fallegar upptalningar sem allir hljóta að vera sammála, sbr. „Öllum er mikilvægt að njóta kærleika, trausts og viðurkenningar.“ Ætlar einhver að neita því­? Ég hefði samt getað valið mörg önnur orð í­ staðinn, s.s. öryggis, umhyggju og velferðar. Svona upptalningar eru nefnilega yfirleitt fallegar en tilgangslausar, hafa lí­tið sem ekkert að segja eða bæta við það sem er til umfjöllunar, eru í­ raun innihaldslaus froða.
Samt má ekki skilja mig sem svo að mér finnist þessi aðfaraorð léleg. Ég sé bara ekki tilganginn með þeim. Nema reyndar tveimur málsgreinum sem mér finnast svo flottar og merkilegar að þær einar réttlæta í­ raun fyrir mér þennan aðfaraorðakafla. Það eru þessar málsgreinar:

Stjórnvöld skulu vinna að velferð í­búa landsins, efla menningu þeirra og virða margbreytileika mannlí­fs, lands og lí­frí­kis.

Við einsetjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virðingu fyrir jörðinni og öllu mannkyni.

Og hvað finnst mér svona merkilegt við þessar málsgreinar? Jú, þær skilgreina hlutverk stjórnvalda bæði í­ innanrí­kis- og utanrí­kismálum. Stjórnvöld eiga að vinna að velferð í­búanna. Það er hlutverk þeirra og það skulu þau gera. Allt sem brýtur í­ bága við það væri í­ raun stjórnarskrárbrot. Afgangurinn af upptalningunni er raunar undir sömu sök seldur og það sem frá var greint að ofan. Þar hefði verið hægt að setja margt sem allir gætu skrifað undir og þetta sem er þar er eflaust ekkert verra en margt annað sem gæti verið þar.
Hin málsgreinin er svo jafn frábær. Stjórnvöld eiga að vinna með öðrum þjóðum að friði! Það á að vera utanrí­kisstefna Íslands og eins og með velferð í­búanna í­ fyrri málsgreininni væri það stjórnarskrárbrot ef Ísland ynni einhvern tí­man gegn friði á alþjóðlegum vettvangi.
Persónulega hefði ég viljað sjá þessar tvær málsgreinar annars staðar í­ stjórnarskránni, t.d. meðal þeirra greina sem fjalla um hlutverk stjórnvalda, og sleppa þessum aðfaraorðakafla.
Niðurstaða: Óþarfa málskrúð sem hefur lí­tið að segja fyrir utan tvær málsgreinar sem eru svo magnaðar að þær einar réttlæta kaflann í­ heild sinni.

Skattar

Skattaprósenta ein og sér segir ekkert um það hvort skattar séu of háir eða ekki. Það þarf að taka meira með í­ reikninginn, t.d. hvað fólk fær fyrir þessa skatta (hvað þarf það t.d. að borga sjálft fyrir heilbrigðisþjónustu og hvað borga skattarnir). Þannig eru skattar í­ Bandarí­kjunum lí­klega of háir þó þeir séu mun lægri en hér á landi# þar sem Kaninn fær nánast ekkert fyrir þá. Þó skattar á Norðurlöndum séu hærri en hér eru þeir kannski ekkert of háir enda fá Norðurlandabúar talsvert meira fyrir sí­na skatta en við#. Norðulandabúar fá lí­ka mun meira fyrir afganginn af launum sí­num en við# en það þýðir að kaupmáttur þar er hærri en hér#.
Það verður s.s. bæði að taka tillit til kaupmáttar og rí­kisumsvifa áður en hrapað er að niðurstöðu með hvort ákveðin skattprósenta sé of há eða lág. Það er ljóst að ef skattar verða hækkaðir meira en orðið er mun kaupmáttur lækka enn meira.

Hugleiðing um Hörpu

Kári fyrir framan Hörpu
Kári fyrir framan Hörpu
Ég fór að skoða Hörpuna í­ Reykjaví­kurferð minni um daginn. Ég er ekki alveg viss hvað mér finnst um þetta hús. Það lí­tur nokkuð vel út utan frá séð, eiginlega bara frekar töff. Ég er samt ekki viss um að mér finnist það fallegt eða eiga heima í­ miðbænum, en hvað með það. Hins vegar finnst mér glerlistaverkið eftir ofmetnasta listamann „þjóðarinnar“ (hann er danskur) bara svona þokkalega smart og alls ekki peninganna virði.
Ég er viss um að það er mjög gott fyrir menningar- og tónlistarlí­fið í­ Reykjaví­k að fá svona hús og þó ég haldi að salirnir séu lí­klega of stórir fyrir svona litla borg þá á það bara eftir að koma í­ ljós hvort þeir verða alltaf hálf tómir eða ekki.
Hins vegar verð ég að segja eins og er að þetta hús er alger hörmung þegar inn er komið. Allir veggir svartir og djúpir og dimmir gilskorningar sem skera það. Þetta var drungalegt um hásumar! Hvernig ætli það sé að vetri til? í alvöru talað, í­ þrengstu gilunum (sem eru þröng m.v. stærð hússins) sá maður varla handa sinna skil. Maður verður deprí­meraður af því­ að vera þarna inni, en mér skilst að það sé skárra inni í­ sölunum.
Mbl.is Ómar
Mbl.is Ómar
Fyrir utan að húsið er hálf klárað og sums staðar lauslega festar krossviðarplötur í­ stað handriða þá sló loftið mig lí­klega mest. Þá er ég ekki að tala um andrúmsloftið heldur loftið sjálft. Það er einhvers konar eftirmynd af glerhjúpnum sem umlykur húsið nema úr svörtum flötum og speglum.(Fann mynd af því­ á Mbl.is eftir Ómar). Þetta minnti mig á loft í­ einhverju late-70’s diskóteki eða strippstað á Herberts-strasse (hef ekki komið inn í­ slí­kan en í­mynda mér að loftin geti litið svona út).
Þetta loft hefði frekar átt heima í­ Hollywood í­ gamla daga eða Goldfinger í­ dag. Ekki í­ menningarhúsi Reykjaví­kur! Fyrir utan að það kemur í­ veg fyrir að nokkur birta berist inn í­ húsið ofan frá sem er enn til að auka á drungann.
S.s. alveg skelfilegur arkí­tektúr og viðbjóðslega ógeðslegt (nema e.t.v. séð að utan). Þetta hús vekur samt alltaf hjá mér ónotakennd þegar ég sé það því­ ég get ekki að því­ gert að hugsa um allan fjárausturinn sem fór í­ þetta. íkvörðun rí­kisstjórnarinnar að halda áfram með þetta monstrosity eftir hrun er mér óskiljanleg! Hefði að mí­nu mati verið skynsamlegra að fara með jarðýtu yfir allt draslið og jafna það við jörðu. Skynsamlegast hefði þó lí­klega verið að breyta teikningum í­ takt við tí­ðarandann, slaufa glerhjúpnum og reyna að klára þetta á eins ódýran hátt og mögulegt var.
Það var því­ miður ekki gert og því­ stendur þetta hús þarna sem minnisvarði um klikkunina sem var í­ gangi í­ samfélaginu og ég efast ekki um að rekstrarkostnaðurinn á eftir að verða ærinn. En það skelfilegasta er þó þetta loft.